Kári Þormar
Kári Þormar
Kári Þormar, dómorganisti í Reykjavík, kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudag.

Kári Þormar, dómorganisti í Reykjavík, kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudag.

Kári kveðst ætla að leika á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju, enda séu þau ólík í eðli sínu, „barokkorgel og rómantískt orgel,“ segir hann. Það fyrrnefnda er niðri í kirkjunni en hitt á svölunum

„Ég leik tokkötu eftir 17. aldar tónskáldið Michelangelo Rossi en það er nokkuð brjáluð tónsmíð fyrir þann tíma, til að mynda hvað hljóma varðar,“ segir Kári. „Verk hans heyrast ekki oft. Ég leik líka prelúdíu eftir Buxtehude.

Á rómantíska orgelið leik ég síðan verk eftir Siegfried Karg-Elert, sálmafantasíu út frá „Hærra minn Guð til þín“.“

Kári segir mikilvægt fyrir organistann að brjóta upp hið daglega amstur og leika á ólík orgel, enda hafi hvert sinn karakter.