Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna námu í lok síðasta árs 345,5 milljörðum króna samanborið við 309,9 milljarða í lok árs 2010. Nafnávöxtun lífeyrissjóðsins á árinu 2011 var 8,2% og hrein raunávöxtun 2,8%.

Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna námu í lok síðasta árs 345,5 milljörðum króna samanborið við 309,9 milljarða í lok árs 2010.

Nafnávöxtun lífeyrissjóðsins á árinu 2011 var 8,2% og hrein raunávöxtun 2,8%.

Þetta kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum en ársfundur hans fer fram á Grand Hótel í dag.

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða er gerð upp árlega til að gæta þess að ákveðið jafnvægi sé á milli eigna og réttinda sjóðfélaga. Tryggingafræðileg staða sjóðsins í árslok 2011 var neikvæð um 2,3%.

Fram kemur í tilkynningunni að 47.915 sjóðsfélagar hafi greitt iðgjöld til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á árinu 2011 og að iðgjöldin hafi numið samtals 17.330 milljónum króna. Ennfremur hafi 10.322 lífeyrisþegar notið lífeyrisgreiðslna úr sameignardeild á síðasta ári að fjárhæð samtals 6.691 milljón króna samanborið við 6.370 milljónir árið 2010. Hækkunin nemi 5%.

Séreign í árslok nam 6.570 milljónum króna og lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild 667 milljónum króna, samanborið við 461 milljón króna árið 2010.