Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur fengið vottun European Lotteries (EL, Evrópusamtaka ríkishappdrættisfyrirtækja), til staðfestingar á því að fyrirtækið hafi innleitt staðal EL um ábyrga spilahegðun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá HHÍ.
Staðallinn tekur til fjölmargra þátta í rekstri HHÍ, svo sem markaðsmála og vöruþróunar; mats á samfélagsáhættu leikja; fræðslu til spilara, starfsfólks og sölumanna; stuðnings við íslenskar rannsóknir á sviði spilafíknar; stuðnings við meðferðarúrræði og virkra samskipta við meðferðaraðila og aðra lykilhagsmunaaðila.