Hástökk Eyfirðingurinn Katrín Sigurðardóttir úr UMSE svífur yfir rána í keppni í 11 ára flokki stúlkna.
Hástökk Eyfirðingurinn Katrín Sigurðardóttir úr UMSE svífur yfir rána í keppni í 11 ára flokki stúlkna.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. FH sigraði í stigakeppni félagsliðanna með 432 stig samtals, eftir harða keppni við ÍR sem var með 422 stig í öðru sætinu.

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. FH sigraði í stigakeppni félagsliðanna með 432 stig samtals, eftir harða keppni við ÍR sem var með 422 stig í öðru sætinu. HSK/Selfoss fékk 336,8 stig í þriðja sæti, Breiðablik var með 278,5 stig í fjórða sæti, UMSS 192,5 stig í 5. sæti og Fjölnir var í 6. sæti með 169,5 stig. Alls fengu nítján félög eða sambönd stig á mótinu.

Keppendur voru 363 talsins og fjöldi skráninga í mótið var 1.578.

Sigursælustu keppendur mótsins voru Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH sem vann fjórar greinar í flokki 12 ára stúlkna og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki sem vann fjórar greinar í flokki 14 ára stúlkna.

Sigurvegarar í einstökum flokkum og greinum voru eftirtaldir:

11 ára

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR (60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk), Arnór Ingi Kristinsson, FH (60 m hlaup, langstökk), Gunnar B. Sigmarsson, FH (800 m hlaup), Karen Birta Jónsdóttir, Fjölni (hástökk), Atli Barkarson, HSÞ (hásstökk), Matthildur Dís Sigurjónsdóttir, FH (kúluvarp), Gísli Ölversson, Breiðabliki (kúluvarp).

A-sveitir ÍR unnu 4x200 m boðhlaup, bæði stúlkna og pilta.

12 ára

Þórdís Eva Steinsdóttir, FH (60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, kúluvarp), Daníel Ingi Egilsson, FH (60 m hlaup, langstökk), Hinrik Snær Steinsson, FH (800 m hlaup), Ylfa Guðrún Svafarsdóttir, Breiðabliki (hástökk), Pétur Már Sigurðsson, HSK/Selfossi (hástökk), Stefán Narfi Bjarnason, HSK/Selfossi (kúluvarp).

Sveitir FH unnu 4x200 m boðhlaup, bæði stúlkna og pilta.

13 ára

Halla María Magnúsdóttir, HSK/Selfoss (60 m hlaup, 60 m grindahlaup, kúluvarp), Reynir Zoéga Geirsson, Breiðabliki (60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk), Hlín Heiðarsdóttir, Fjölni (800 m hlaup, hástökk), Styrmir Dan Steinunnarson, HSK/Selfossi (60 m grindahlaup, hástökk, kúluvarp), Harpa Svansdóttir, HSK/Selfossi (langstökk),

A-sveitir ÍR unnu 4x200 m boðhlaup, bæði stúlkna og pilta.

14 ára

Irma Gunnarsdóttir, Breiðabliki (60 m hlaup, 60 m grindahlaup, langstökk, kúluvarp), Dagur Andri Einarsson, FH (60 m hlaup, langstökk), Vilhelmína Þ. Óskarsdóttir, Fjölni (800 m hlaup), Valdimar Ingi Jónsson, Fjölni (800 m hlaup), Alfons Sampsted, Breiðabliki (60 m grindahlaup), Fríða Ísabel Friðriksdóttir, UMSS (hástökk), Arnór Breki Ásþórsson, Aftureldingu (hástökk), Hilmar Örn Jórunnarson, UFA (kúluvarp).

HSK/Selfoss vann 4x200 m boðhlaup pilta og UFA vann í stúlknaflokki.

*Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðsins leit við á mótinu og tók meðfylgjandi myndir. vs@mbl.is