Á veiðum Faxi RE 9 á loðnumiðunum.
Á veiðum Faxi RE 9 á loðnumiðunum. — Ljósmynd/Börkur
„Ætli við þurfum ekki þokkalegt veður og þrjár vikur áður en loðnan hrygnir, þá ætti þetta að hafast þokkalega,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávardeildar HB Granda, um loðnuvertíðina.

„Ætli við þurfum ekki þokkalegt veður og þrjár vikur áður en loðnan hrygnir, þá ætti þetta að hafast þokkalega,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávardeildar HB Granda, um loðnuvertíðina. Nú hafa veiðst um 400 þúsund tonn af 590 þúsund tonna kvóta. Vilhjálmur reiknar með að hrognataka fyrir Japansmarkað hefjist upp úr miðri vikunni.

Loðnan er komin fyrir Reykjanes og var mikið líf á miðunum þar í gær. „Það er líflegt hér við Reykjanesið, um tugur loðnuskipa og svo önnur fiskiskip af öllum stærðum og gerðum með alls konar veiðarfæri í sjó,“ sagði Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðmundi VE, síðdegis í gær. 12