Stuart Gulliver, forstjóri HSBC.
Stuart Gulliver, forstjóri HSBC.
Hagnaður breska bankans HSBC, stærsta banka Evrópu, nam 13,8 milljörðum punda á síðasta ári og jókst um 15% frá því árið 2010. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að góða afkomu bankans á árinu megi ekki síst þakka öflugum vexti HSBC í...

Hagnaður breska bankans HSBC, stærsta banka Evrópu, nam 13,8 milljörðum punda á síðasta ári og jókst um 15% frá því árið 2010.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að góða afkomu bankans á árinu megi ekki síst þakka öflugum vexti HSBC í nýmarkaðsríkjum. Tekjur bankans jukust um 12% í Suður-Ameríku, Asíu og Mið-Austurlöndum.

Forstjóri bankans, Stuart Gulliver, sem tók við starfinu í byrjun síðasta árs, fær úthlutaðar 5,9 milljónir punda í bónus- og árangurstengdar greiðslur, jafnvirði um 1,17 milljarða íslenskra króna.