Herferð Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, hvetur unga fólkið.
Herferð Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, hvetur unga fólkið. — Reuters
Í grein sem birtist á vefsíðu Los Angeles Times segir greinarhöfundur Shari Roan að ef nokkuð megi kalla „töfralausn“ í læknisfræði sé það regluleg hreyfing. Enda hafi slíkt almennt verið tengt við betri heilsu fólks.

Í grein sem birtist á vefsíðu Los Angeles Times segir greinarhöfundur Shari Roan að ef nokkuð megi kalla „töfralausn“ í læknisfræði sé það regluleg hreyfing. Enda hafi slíkt almennt verið tengt við betri heilsu fólks.

Ný rannsókn í Bandaríkjunum sýni hins vegar að þar sé aðeins einn af hverjum þremur fullorðnum spurður um líkamsrækt sína af lækni. Rannsóknin var gerð árið 2010 af heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum og var úrtakið 21.800 fullorðnir Bandaríkjamenn. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að nokkuð fleiri konum hafði verið ráðlagt að hreyfa sig meira. Í síðustu rannsókn sem gerð var árið 2000 kom í ljós að aðeins 22% sjúklinga höfðu verið spurð um líkamsrækt sína. Nokkur vakning hefur því orðið síðan þá en þó ekki næg til að mæta viðmiðum um lýðheilsu.

Jákvæðast við rannsókina var þó það að auking hefur einna helst orðið í því að hvetja eldra fólk til að hreyfa sig. Í aldurshópnum 85 ára og eldri

höfðu talsvert fleiri verið hvattir meira en fyrir 10 árum.

Þá var sykursjúkt fólk líklegra til að vera spurt um daglega hreyfingu en fólk með hjartasjúkdóma. Þá voru þeir sem eru í yfirvigt frekar hvattir til að hreyfa sig en hinir. En fyrir heilsuna er mikilvægt að allir hreyfi sig reglulega. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld eiga því nokkuð langt í land á þessu sviði.