Fimleikastjarna Hin brasilíska Jade Barbosa er í hópi Ólympíufara og brosir hér sínu blíðasta á æfingu.
Fimleikastjarna Hin brasilíska Jade Barbosa er í hópi Ólympíufara og brosir hér sínu blíðasta á æfingu. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það kostar blóð, svita og tár að taka þátt í Ólympíuleikum. Æfingarnar eru þrotlausar og reyna mikið á íþróttamenn, bæði líkamlega og andlega. Hér getur að líta myndir af æfingu fimleikafólks í Ríó de Janeiro um helgina.

Það kostar blóð, svita og tár að taka þátt í Ólympíuleikum. Æfingarnar eru þrotlausar og reyna mikið á íþróttamenn, bæði líkamlega og andlega.

Hér getur að líta myndir af æfingu fimleikafólks í Ríó de Janeiro um helgina. Eins og sjá má skiptast á skin og skúrir á slíkum æfingum. Enda margt sem þarf að fínpússa og laga fyrir jafn stóra og mikilvæga keppni sem þessa.

Ólympíuleikarnir í ár verða haldnir í Lundúnum og brutust út mikil fagnaðarlæti á götum borgarinnar þegar Alþjóða ólympíunefndin (IOC) tók þá ákvörðun árið 2005. Veitir ekki af þeim tíma til undirbúnings enda munu milljónir manna verða í borginni meðan á leikunum stendur í ágúst. Ísland tók fyrst þátt í Ólympíuleikunum í London 1908 en frá árinu 1936 hafa Íslendingar tekið þátt í öllum leikum nema vetrarleikunum í Sapparo í Japan 1972.