Karlmaðurinn sem var handtekinn í fyrrakvöld í kjölfar undarlegs háttalags á Facebook-síðu sinni var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars, að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. Í íbúð mannsins fannst 22.

Karlmaðurinn sem var handtekinn í fyrrakvöld í kjölfar undarlegs háttalags á Facebook-síðu sinni var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars, að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Í íbúð mannsins fannst 22. kalíbera skammbyssa, svokölluð kindabyssa, rörasprengja og efni til sprengigerðar. Einnig töflur og sprauta með vökva en hvorutveggja á eftir að efnagreina.

Lögregla ákvað að handtaka manninn í kjölfar ábendingar um sérkennilegar færslur hans á Facebook. Þar sást maðurinn handleika vopn og sprengiefni, auk þess voru myndir af því þegar hann sprengdi fiskikar.