Pétur Stefánsson orti hugljúft ástarljóð um eiginkonu sína daginn fyrir konudaginn: Mín er konan mild og hlý, myrkri í dagsljós breytir, ég elska hana út af því hún ekki tóbaks neytir.

Pétur Stefánsson orti hugljúft ástarljóð um eiginkonu sína daginn fyrir konudaginn:

Mín er konan mild og hlý,

myrkri í dagsljós breytir,

ég elska hana út af því

hún ekki tóbaks neytir.

Mín er konan mild og hlý,

mest ef ég er veikur,

ég elska hana út af því

hún eldar góðar steikur.

Mín er konan mild og hlý,

mér til sængur þjónar,

ég elska hana út af því

hún ötul þvær og bónar.

Mín er konan mild og hlý,

margt ber henni að þakka,

ég elska hana út af því

hún ól mér nokkra krakka.

Mín er konan mild og hlý,

sem mér vill stöðugt sinna,

ég elska hana út af því

til æviloka minna.

Og vel fer á því að helga Pétri einum Vísnahornið daginn í dag, en hann orti um tvær vísur um vísuna:

Hér þó geysi hríðin ein

og hrollkalt illskuveður

veit ég stakan stuðlahrein

styrkir allt og gleður.

Sleitulaust hún léttir spor,

lífið allra bætir.

Sumar, haust og vetur, vor,

vísan snjalla kætir.

Pétur Blöndal pebl@mbl.is