Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handknattleiksliðinu Kiel, sem Aron Pálmarsson leikur með, geta dregist á móti Degi Sigurðssyni og Alexander Petersson í Füchse Berlin þegar dregið verður í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í...

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handknattleiksliðinu Kiel, sem Aron Pálmarsson leikur með, geta dregist á móti Degi Sigurðssyni og Alexander Petersson í Füchse Berlin þegar dregið verður í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í dag. Kiel verður í fyrsta styrkleikaflokki, af fjórum, ásamt HSV Hamburg og spænsku liðunum Barcelona og Atlético Madrid. Auk Berlínarliðsins eru Kadetten Schaffhausen frá Sviss, pólska liðið Orlen Wisla Plock og Montpellier frá Frakklandi í fjórða flokknum.

„Íslendingaliðið“ AG Köbenhavn er í öðrum styrkleikaflokki og getur dregist gegn IK Sävehof, Svíþjóð, Metalurg Skopje frá Makedóníu, spænska liðinu Reale Ademar Leon og pólska liðnu Targi Kielce, sem Þórir Ólafsson leikur með. iben@mbl.is