— Reuters
Meðlimir Guns N' Roses tilkynntu nýlega að þeir myndu fara í tónleikaferð um Bretland í sumar. Tónleikaferðin hefst 19.

Meðlimir Guns N' Roses tilkynntu nýlega að þeir myndu fara í tónleikaferð um Bretland í sumar. Tónleikaferðin hefst 19. maí í Nottingham en síðan mun hljómsveitin spila í Liverpool, Glasgow, Birmingham, Manchester og ljúka tónleikaröðinni í O2-höllinni í London 31. maí.

Þá munu allir upphaflegu meðlimir hljómsveitarinnar koma saman á sviði í apríl þegar hljómsveitin verður kynnt til sögunnar í Rock and Roll Hall of Fame eða Frægðarhöll rokksins.

Í dag er hljómsveitin saman sett af Axl Rose söngvara, Dizzy Reed og Chris Pitman hljómborðsleikurum, Tommy Stinson bassaleikara, Richard Fortus trommuleikara, Ron „Bumblefoot“ Thal gítarleikara og DJ Ashba.

Fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar eru Slash, Steven Adler, Izzy Stradlin, Duff McKagan and Matt Sorum.

Hljómsveitin hefur ekki spilað á Bretlandi síðan 2010 en hún var púuð af sviði í Dublin og þurfti að hætta snemma í Reading en þar fóru þeir út fyrir útivistartíma sem leyfður er í borginni.