28. febrúar 1941 Belgíska flutningaskipið Persier strandaði á Dynskógafjöru suðaustur af Hjörleifshöfða. Skipið, sem var 8200 smálestir, náðist á flot um miðjan maí og var dregið til Reykjavíkur.

28. febrúar 1941

Belgíska flutningaskipið Persier strandaði á Dynskógafjöru suðaustur af Hjörleifshöfða. Skipið, sem var 8200 smálestir, náðist á flot um miðjan maí og var dregið til Reykjavíkur. Það var tekið upp í fjöru við Kleppsvík og brotnaði þar í tvennt.

28. febrúar 1983

Alþingi samþykkt lög um að „Ó, Guð vors lands!“ væri þjóðsöngur Íslendinga og að hann væri eign íslensku þjóðarinnar.

28. febrúar 1998

Stórmarkaður með raftæki var opnaður í Kópavogi undir nafninu Elko. Biðraðir mynduðust áður en verslunin var opnuð.

28. febrúar 2003

Vöruhótelið í Sundahöfn var opnað. Húsið var stærra að rúmmáli en Kringlan og meira en fimm sinnum stærra en Laugardalshöll. Geymslurými var þá fyrir 21.000 vörubretti.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.