Óskarsverðlaunin Billy Crystal kynnti verðlaunahátíðina í ár en þetta var í 84. skipti sem hún er haldin og voru allar skærustu stjörnur Hollywood mættar í sínu fínasta til að sýna sig og sjá aðra.
Óskarsverðlaunin Billy Crystal kynnti verðlaunahátíðina í ár en þetta var í 84. skipti sem hún er haldin og voru allar skærustu stjörnur Hollywood mættar í sínu fínasta til að sýna sig og sjá aðra.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Óskarsverðlaunin voru einstaklega skemmtileg í ár þar sem tvær frábærar myndir kepptu um þann heiður að hljóta flest Óskarsverðlaun.
Óskarsverðlaunin voru einstaklega skemmtileg í ár þar sem tvær frábærar myndir kepptu um þann heiður að hljóta flest Óskarsverðlaun. Það voru myndirnar The Artist og Hugo en svo skemmtilega vill til að önnur kvikmyndin, The Artist, er eftir franska leikstjórann Michel Hazanavicius og gerist í Hollywood en myndin, Hugo er eftir Bandaríkjamanninn Martin Scorsese og gerist á lestarstöð í París. Myndirnar eru ólíkar á fleiri sviðum. The Artist er svart-hvít mynd og tallaus en í Hugo má sjá sterka liti, tæknibrellur og auðvitað talset. Niðurstaða kvöldsins varð þó stórmeistarajafntefli og geta aðstandendur kvikmyndanna vel við unað. Meryl Streep fékk sín þriðju óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni The Iron Lady en hún hefur 17 sinnum verið tilnefnd til verðlaunanna. Síðast vann tallaus mynd til óskarsverðlauna árið 1929 og því skemmtilegt að árið 2012 skuli aftur tallaus mynd vinna.