Hagnaður danska skipa- og olíufélagsins A.P. Moeller-Maersk var 46% minni í fyrra en árið 2010 eða samtals rúmlega 2 milljarðar evra , sem svarar til 334 milljarða króna.

Hagnaður danska skipa- og olíufélagsins A.P. Moeller-Maersk var 46% minni í fyrra en árið 2010 eða samtals rúmlega 2 milljarðar evra , sem svarar til 334 milljarða króna.

Er skýringin sögð felast í minni arðsemi í flutningum og varar félagið við tapi á því sviði í ár.

Starfsemi félagsins skiptist í tvo meginhluta, viðskipti með olíu annars vegar og flutninga hins vegar.

Hlutabréf í félaginu lækkuðu um 2,8% í dönsku kauphöllinni í gær.