Sulta. Norður &spade;862 &heart;KG1094 ⋄Á64 &klubs;D10 Vestur Austur &spade;K109 &spade;ÁDG754 &heart;6 &heart;2 ⋄G95 ⋄KD873 &klubs;976532 &klubs;G Suður &spade;3 &heart;ÁD8753 ⋄102 &klubs;ÁK84 Suður spilar 6&heart;.

Sulta.

Norður
862
KG1094
Á64
D10
Vestur Austur
K109 ÁDG754
6 2
G95 KD873
976532 G
Suður
3
ÁD8753
102
ÁK84
Suður spilar 6.

Hrólfur Hjaltason kom aðvífandi með rækjusamloku í annarri hendi og diet kók í hinni. Það var matarhlé í Valsheimilinu, þar sem Íslandsmótið í tvímenningi fór fram um helgina: „Við lentum í ótrúlegri sultu,“ sagði Hrólfur formálalaust og hafði í huga snotra hjartaslemmu, sem hann og Ásgeir Ásbjörnsson höfðu meldað eftir harða sagnbaráttu. Austur hafði sýnt minnst tíu spil í hörðu litunum og útspilið var spaði upp á ás og K í öðrum slag. Ásgeir var við stýrið. Hann drap á Á, aftrompaði vörnina og spilaði vongóður laufi á tíuna. Tveir niður.

„Sulta mótsins,“ sagði Hrólfur svekktur og beit í samlokuna. „Hvað gerðist á þínu borði?“

„Það sama, nema slemman var dobluð.“

„Núúú – sulta ársins.“