Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, efnir til opins fundar um Evrópumál á Akureyri, miðvikudaginn 29. febrúar, kl. 17-18 á Hótel KEA.

Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, efnir til opins fundar um Evrópumál á Akureyri, miðvikudaginn 29. febrúar, kl. 17-18 á Hótel KEA.

Á fundinum fjalla Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu ESB, og Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, um stöðu mála innan Evrópusambandsins og gang aðildarviðræðna sambandsins við Ísland. Jafnframt kynnir framkvæmdastýra Evrópustofu, Birna Þórarinsdóttir, starfsemi upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi. Að framsögum loknum verður efnt til umræðna. Erindi Mortens Jungs og Timo Summa fara fram á ensku. Fundurinn á Akureyri er liður í áformum Evrópustofu að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB, segir í tilkynningu frá Evrópustofu.