Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Verið er að ljúka vinnu við samningu draga að frumvarpi um lækkun fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli. Reiknað er með að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, kynni frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Verið er að ljúka vinnu við samningu draga að frumvarpi um lækkun fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli. Reiknað er með að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, kynni frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Mörg sveitarfélög, þar á meðal Reykjavík, hækkuðu fasteignaskatt á hesthúsum nú í upphafi árs. Töldu þau skylt að gera það vegna úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar. Skatturinn margfaldaðist hjá hesthúsaeigendum og hafa hestamenn mótmælt kröftuglega. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók málið upp að beiðni borgarinnar og óskaði eftir því að innanríkisráðuneytið léti vinna breytingar á lögunum þannig að fasteignaskattur á hesthúsum yrði sá sami og á íbúðarhúsum og sumarbústöðum, eins og áður var, en ekki eins og á atvinnuhúsnæði. helgi@mbl.is