Abdo Hussamedin
Abdo Hussamedin
Abdo Hussamedin, aðstoðarolíumálaráðherra Sýrlands, gekk í gær til liðs við uppreisnarmenn í landinu. Þetta tilkynnti hann á myndbandasíðunni Youtube.

Abdo Hussamedin, aðstoðarolíumálaráðherra Sýrlands, gekk í gær til liðs við uppreisnarmenn í landinu. Þetta tilkynnti hann á myndbandasíðunni Youtube.

Hussamedin er fyrsti háttsetti embættismaðurinn til þess að yfirgefa Bashar al-Assad forseta frá því að uppreisnin gegn stjórn hans hófst fyrir um ári.

„Þetta vil ég segja við stjórnvöld: þið hafið kallað heilt ár af sorg yfir þá sem þið segið að sé þjóð ykkar. Þið hafið neitað þeim um líf og mannúð og rekið Sýrland fram af þverhnípi,“ segir Hussamedin í myndbandinu.