— Morgunblaðið/Ómar
Í tilefni af aldarafmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var ráðist í útgáfu bókar sem ber heitið Íþróttabókin – ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár .

Í tilefni af aldarafmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var ráðist í útgáfu bókar sem ber heitið Íþróttabókin – ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár . Bókin kom út í gær og af því tilefni bauð Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í útgáfuhóf í Bókabúð Máls og menningar.

Á myndinni má sjá Magnús Oddsson, Jón Gest Viggósson og Steinar J. Lúðvíksson ásamt öðrum sem komu að gerð bókarinnar.