Það tíðkaðist hér áður fyrr að fermingarbörn fengju reiðhjól að gjöf og þótti mikill fengur að. Hjólið veitti einstakt ferðafrelsi til að skjótast á milli bæja og bæjarhluta.

Það tíðkaðist hér áður fyrr að fermingarbörn fengju reiðhjól að gjöf og þótti mikill fengur að. Hjólið veitti einstakt ferðafrelsi til að skjótast á milli bæja og bæjarhluta.

Í dag liggja leiðir strætisvagna um allar byggðir og krakkar hafa fullkomnað þá list að láta skutla sér, en það þýðir ekki að vandað reiðhjól komi ekki í góðar þarfir.

Vitaskuld er kjörið að stuðla að því að barnið hreyfi sig reglulega, og ef krakkinn temur sér t.d. að hjóla til og frá skóla er næsta víst að það skilar sér í betri heilsu og bættri líðan. Hver veit svo nema hjólið verði notað í leiðangra um náttúruperlur í nágrenni borgarinnar, og jafnvel einn daginn í langa reiðtúra út fyrir bæjarmörkin.

ai@mbl.is