— Reuters
Risastórar myndir af fólki sem fallið hefur í fíknaefnastríðinu sem geisað hefur í Mexíkó hanga nú á veggjum húsa í hverfinu Cerro Gordo í borginni Ecatepec, nærri Mexíkóborg.

Risastórar myndir af fólki sem fallið hefur í fíknaefnastríðinu sem geisað hefur í Mexíkó hanga nú á veggjum húsa í hverfinu Cerro Gordo í borginni Ecatepec, nærri Mexíkóborg.

Myndirnar eru alls fimmtán og eru þær hluti af sýningu sem nefnist „Fórnarlömbunum í Ecatepec gefið andlit“ en hún er liður í herferð gegn ofbeldi í borginni.

Nauðganir, mannrán, morð og rán eru daglegt brauð í því stríði sem hefur kostað þúsundir mannslífa en Ecatepec er einn þeirra staða þar sem ofbeldið hefur verið einna verst.