— Morgunblaðið/Ómar
Það var líf og fjör við Frístundamiðstöðina Ársel í Árbænum í gær þar sem börnin á frístundaheimilinu Töfraseli telja sig hafa sett Íslandsmet í snjókarlagerð. Krakkarnir, sem eru öll nemendur í Árbæjarskóla í 1.-4.
Það var líf og fjör við Frístundamiðstöðina Ársel í Árbænum í gær þar sem börnin á frístundaheimilinu Töfraseli telja sig hafa sett Íslandsmet í snjókarlagerð. Krakkarnir, sem eru öll nemendur í Árbæjarskóla í 1.-4. bekk, leyfðu sköpunargáfunni að njóta sín og gerðu samtals 50 snjókarla af ýmsum stærðum og gerðum. Ekki finnast í fljótu bragði heimildir um fleiri snjókarla gerða af hóp á sama degi. Fyrirtæki hverfisins voru boðin og búin til að leggja sitt af mörkum til að gleðja ungviðið og fengu börnin efnivið í nef og augu frá Krónunni á Bíldshöfða. Krakkarnir skora nú á önnur frístundaheimili að slá metið. Verði það gert er næsta víst að þau reyni að ná því aftur, því allir skemmtu sér hið besta.