Ævintýri John Carter er ævintýramynd með risastóru Æ-i.
Ævintýri John Carter er ævintýramynd með risastóru Æ-i.
Tvær kvikmyndir verða frumsýndar í bíóhúsum landsins um helgina. Ein rómantísk mynd og ein ævintýra- og spennumynd.

Tvær kvikmyndir verða frumsýndar í bíóhúsum landsins um helgina. Ein rómantísk mynd og ein ævintýra- og spennumynd.

John Carter

Heimsfrumsýning myndarinnar verður í kvöld en þessi mynd er með þeim stærri sem koma út á þessu ári og eyddi Disney 250 milljónum dollara í gerð myndarinnar sem verður að sjálfsögðu í þrívídd. Myndin fjallar um hermanninn John Carter sem er sendur til Mars til að berjast við þriggja metra háar verur sem hafa komið sér fyrir á plánetunni rauðu. Carter er tekinn til fanga en tekst að sleppa úr prísundinni og hittir þá prinsessuna Dejah Thoris sem hefur verið hrakin frá völdum. Upp úr því hefst heljarinnar ævintýri sem enginn má missa af. Það er leikstjórinn Andrew Stanton sem leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Thomas Haden Church, Willem Dafoe, Ciarán Hinds, Mark Strong, Dominic West, James Purefoy, Taylor Kitsch og Bryan Cranston.

Rotten Tomatoes: 90%

IMDB: Einkunn ekki komin

The Vow

Hér er á ferðinni rómantískt drama frá leikstjóranum Michael Sucsy. Myndin fjallar um ungt og hamingjusamt par, þau Leo og Paige sem eru nýgift. Eitt örlagaríkt kvöld þegar þau eru á heimleið í bíl sínum lendir parið í árekstri. Leo jafnar sig fljótt af árekstrinum en Paige vaknar upp algjörlega minnislaus og man ekkert hvað hafði gerst undanfarin fimm ár. Hún man ekkert eftir eiginmanni sínum né hjónabandinu og heldur að hún sé enn í smabandi við fyrverandi kærasta sinn. Með aðalhlutverk fara Jessica Lange, Sam Neill, Wendy Crewson, Scott Speedman, Rachel McAdams og Channing Tatum.

Rotten Tomatoes: 63%

IMDB: 67/100