Evróvisjón Maður veifar stoltur fána Aserbaídsjans en undirbúningur og aðdragandi söngvakeppni Evrópu hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig.
Evróvisjón Maður veifar stoltur fána Aserbaídsjans en undirbúningur og aðdragandi söngvakeppni Evrópu hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. — Reuters
Armenar hafa tekið þá ákvörðun að draga framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til baka.
Armenar hafa tekið þá ákvörðun að draga framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til baka. Deilur milli Aserbaídsjans og Armeníu eru áratuga gamlar og árið 1990 brutust út átök milli ríkjanna sem börðust þá um yfirráð Nagorno-Karabakh-héraðs. Hafa ríkin ekki náð samkomulagi um svæðið og í raun gildir enn vopnahlé frá 1994 milli ríkjanna svipað og milli Norður- og Suður-Kóreu þó svo spennan sé minni en milli þjóðanna á Kóreuskaganum.