Fyrir Landsdómi Hreiðar Már Sigurðsson.
Fyrir Landsdómi Hreiðar Már Sigurðsson. — Morgunblaðið/RAX
Baldur Arnarson, Egill Ólafsson, Una Sighvatsdóttir og Hjörtur J. Guðmundsson „En bankinn var aldrei í hættu... Það er bara alþjóðleg kreppa sem herjar á okkur í seinna skiptið,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrv.

Baldur Arnarson, Egill Ólafsson, Una

Sighvatsdóttir og Hjörtur J. Guðmundsson

„En bankinn var aldrei í hættu... Það er bara alþjóðleg kreppa sem herjar á okkur í seinna skiptið,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrv. forstjóri Kaupþings, um svokallaða míníkrísu í bankakerfinu 2006 annars vegar og svo fjármálafárviðrið haustið 2008 hins vegar, þegar hann gaf skýrslu fyrir Landsdómi í gær.

Hreiðar Már vék í svörum sínum nokkrum sinnum að stöðu bankans og hvernig staða hans hefði um margt styrkst á árinu 2008, m.a. vegna söfnunar innlána, þvert á það sem margir hefðu haldið fram. „Við töldum okkur vera búna að finna leiðina fyrir Kaupþing út úr þessari krísu,“ sagði Hreiðar Már um fund stjórnenda bankans um viku áður en ríkið yfirtók bankana. Í kjölfarið hefði ríkið svo sett neyðarlög og þannig kippt grundvellinum undan rekstri bankans, sem hefði búið við góða eiginfjárstöðu og því uppfyllt skilyrði fjármálaeftirlita í viðkomandi erlendum ríkjum um flutning hluta starfseminnar þangað.

Horfði til vorsins 2009

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gaf einnig skýrslu í gær. Sagði hann að þó allir hefðu gert sér grein fyrir að bankarnir ættu við lausafjárvanda að stríða á árinu 2008 hefði hann ekki átt von á að alvarlega reyndi á hvort bankarnir gætu fjármagnað sig fyrr en vorið 2009 en þá voru stórir gjalddagar hjá bönkunum. Haustið 2008 hefði hins vegar skollið á alþjóðleg bankakreppa.