Sr. Hjálmar Jónsson.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Fermingardagurinn er einn af stóru dögum lífsins, einn þeirra daga í lífinu þegar manni finnst maður vera eitthvað og skipta máli. Ekki svo að skilja að mér hafi fundist ég eiga það skilið.

Fermingardagurinn er einn af stóru dögum lífsins, einn þeirra daga í lífinu þegar manni finnst maður vera eitthvað og skipta máli. Ekki svo að skilja að mér hafi fundist ég eiga það skilið. Ég kunni ekki allt sem ég átti að læra fyrir ferminguna og mér var ekki sérlega rótt yfir því,“ segir sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur í Reykjavík, sem fermdist á Akureyri vorið 1964. Hann segir frá sinni fermingu í ævisögunni Hjartslætti sem út kom haustið 2009.

„Reynsla mín af fermingardeginum hefur vissulega skýrst eftir að hafa fylgt mörgum hópum fermingarbarna gegnum fræðslu og fermingu. Um leið og ég minnist þessa tíma í mínu lífi vil ég að þeim líði vel í kirkjunni sinni, að þau finni sig þar örugg og í samfélagi sem þau megi treysta. Þar er fólk sem vill þeim ekkert annað en allra besta. Það skiptir líf manns máli,“ segir sr. Hjálmar og nefnir einnig fermingargjafirnar sem voru Kodak-myndavél, armbandsúr, skrifborð, stóll og einhverjir peningar.

„Ég hef aldrei séð neitt rangt eða ljótt við fermingargjafir, þvert á móti. Gjafirnar skipta vissulega máli en fermingin sjálf og áhrifin sem hátíðin bar skiptu miklu meira máli. Ég held að krakkar í dag sem eiga allt hugsi jafnvel ennþá síður um gjafir en við gerðum forðum,“ segir sr. Hjálmar.

sbs@mbl.is