Tímamót Fyrstu fermingar vors eru á næstu dögum og eru út maí.
Tímamót Fyrstu fermingar vors eru á næstu dögum og eru út maí. — Morgunblaðið/hag
Fermingarbörn í kristnum kirkjum landsins þetta vorið eru nærri 4.000 talsins. Nákvæmar tölur um þetta liggja enn ekki fyrir en viðmiðin hafa þó verið á svipuðu róli undanfarin ár. Um 4.

Fermingarbörn í kristnum kirkjum landsins þetta vorið eru nærri 4.000 talsins. Nákvæmar tölur um þetta liggja enn ekki fyrir en viðmiðin hafa þó verið á svipuðu róli undanfarin ár. Um 4.200 börn eru í fermingarárgangi þessa vors og yfirleitt fermast um 90% barna í hverjum árgangi hjá kristnum söfnuðum landins, segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir upplýsingafulltrúi Biskupsstofu.

Fyrstu fermingardagarnir eru nú í mars og svo koma þeir einn af öðrum, til dæmis um páskana en rík hefð er fyrir fermingum á skírdag. Yfirleitt lýkur fermingum í þéttbýlinu í apríl eða snemma í maí. Úti í sveitunum er hins vegar gömul og gróin hefð fyrir fermingum á hvítasunnudag eða á annan í hvítasunnu, sem að þessu sinni er dagana 27. og 28. maí næstkomandi.

sbs@mbl.is