Seðlabanki Súdans hefur tekið í notkun nýjan hugbúnað frá Creditinfo sem gerir lánveitendum kleift að miðla upplýsingum um lántakendur. Samningur um verkið var gerður í lok árs 2010 en nú hefur kerfið verið tekið í notkun, segir í tilkynningu.

Seðlabanki Súdans hefur tekið í notkun nýjan hugbúnað frá Creditinfo sem gerir lánveitendum kleift að miðla upplýsingum um lántakendur.

Samningur um verkið var gerður í lok árs 2010 en nú hefur kerfið verið tekið í notkun, segir í tilkynningu.

„Mun þetta styðja við uppbyggingu bankakerfisins og treysta innviði fjármálakerfisins en íbúafjöldi í Súdan er um 40 milljónir . Hugbúnaðurinn gerir bönkum kleift að nálgast upplýsingar um lánshæfi,“ segir m.a. í tilkynningu frá Creditinfo.