Um það bil sjö milljónir króna söfnuðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús aðra viku í nóvember sl. með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla til um 2.

Um það bil sjö milljónir króna söfnuðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús aðra viku í nóvember sl. með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla til um 2.700 fermingarbarna um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega hvað varðar skort á hreinu vatni.

Féð sem fermingarbörnin söfnuðu rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum Eþíópíu, Malaví og Úganda.

Alls 66 prestaköll tóku þátt og þegar allt verður saman talið má reikna með að með söfnuninni hafi í hús náðst alls um átta milljónir króna. Þetta var í þrettánda sinn sem söfnunin fór fram.

sbs@mbl.is