Halifax Helsta útstöð bresku nýlenduherranna í N- Ameríku á 18. öld.
Halifax Helsta útstöð bresku nýlenduherranna í N- Ameríku á 18. öld. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mörg skemmtileg lönd er að finna í heiminum og er Kanada eitt þeirra. Saga og menning, góður matur og skemmtanalíf. Allt með sínum kanadíska sjarma. Rétt eins og hvert land hefur sinn karakter.
Mörg skemmtileg lönd er að finna í heiminum og er Kanada eitt þeirra. Saga og menning, góður matur og skemmtanalíf. Allt með sínum kanadíska sjarma. Rétt eins og hvert land hefur sinn karakter. Ibackpackcanada er sniðug síða fyrir þá sem vilja ferðast frjálsir um lönd með aðeins bakpokann á bakinu. Eins og nafnið gefur til kynna er þessi síða tileinkuð slíkum ferðalögum um Kanada. Síðunni heldur úti ungur Kanadamaður, Corber Fraser, og setur hann þar ferðalýsingar um landið sitt en skrifar líka ýmiss konar greinar um allt sem kanadískt er. Nýjasta færslan útlistar t.d. sex ástæður fyrir því að Corber sé stoltur af því að vera Kanadamaður. Meðal þeirra er óspillt náttúra landsins, fjöltyngi og alþjóðleg menning. Ibackpackcanada.com er skemmtileg vefsíða fyrir ferðaglaða og forvitna.