— Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fermingardagurinn hefur verið í tiltölulega föstum skorðum hér á landi og fátt við siðinn hefur tekið stórum breytingum síðustu áratugina.
Fermingardagurinn hefur verið í tiltölulega föstum skorðum hér á landi og fátt við siðinn hefur tekið stórum breytingum síðustu áratugina. Gjafirnar breytast svosem í takt við tíðarandann, og verðmiði þeirra þenst og dregst saman eftir hvernig vindar blása í efnahagslífi landsmanna. En eftir sem áður gengur dagurinn út á það að bjóða einstakling velkominn í kristinna manna tölu, að lokinni hefðbundinni athöfn, oftast í kirkju, og viðkomandi er svo fagnað með veislu að athöfn lokinni. Eins og sjá má á þessum myndum, sem teknar eru fyrir um 40 árum tekur tískan sínum breytingum en hátíðleikinn ekki.