Evrópski seðlabankinn (ECB) ákvað í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum, 1% . ECB hefur ekki breytt vaxtastiginu hjá sér síðan í nóvember í fyrra, en þá lækkaði bankinn vexti sína niður í 1% og hafði mánuði áður einnig lækkað vexti sína.
Evrópski seðlabankinn (ECB) ákvað í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum, 1% . ECB hefur ekki breytt vaxtastiginu hjá sér síðan í nóvember í fyrra, en þá lækkaði bankinn vexti sína niður í 1% og hafði mánuði áður einnig lækkað vexti sína. Eins og fram hefur komið hefur ECB lánað um 800 bönkum víðsvegar í ESB gríðarlegar fjárhæðir á lágum vöxtum, alls um 530 milljarða evra, sem eru um 88 þúsund milljarðar króna, til þriggja ára.