Myndamaður Myndanna verður best notið, ef og þegar við eigum þær á bók sem er líka öruggasta geymslan, segir Egill Ingi Jónsson.
Myndamaður Myndanna verður best notið, ef og þegar við eigum þær á bók sem er líka öruggasta geymslan, segir Egill Ingi Jónsson. — Morgunblaðið/Golli
Forrit fyrir fermingarmyndirnar. Myndir á góðan pappír. 32 síðna bók með öllu því besta.

Þetta er skemmtileg leið til þess að eiga minningar fermingarinnar allar á einum stað. Þessi lausn hefur verið að ryðja sér til rúms víða, hér á bæ byrjuðum við fyrir ári og höfum fengið góðar undirtektir,“ segir Egill Ingi Jónsson hjá Myndvali á Smáratorgi í Kópavogi.

Hjá Myndvali er nú hægt að fá útbúna eigin myndabók prentaða á ljósmyndapappír sem er jafnframt í fallegri kápu. Þegar myndirnar liggja fyrir er handhægt að sækja forrit að myndabókinni, sem er tiltækt á vefsetri verslunarinnar og þá er léttur leikur að draga myndirnar inn á síðurnar.

Mynda verður betur notið

Forritið býður upp á mismunandi útlit og stærð á bókinni, hægt er að velja bakgrunna, litatóna, mismunandi form og lögun blaðsíðna, hægt er að skera myndir og svo framvegis. Þegar þetta liggur fyrir er svo hægðarleikur að senda myndabókina yfir netið til útprentunar hjá Myndavali. Myndabækurnar eru að hámarki 32 síður.

„Í dag er orðið mjög algengt að fólk láti duga að geyma myndir fermingardagsins inni í tölvunni. Myndanna verður hins vegar betur notið, ef og þegar við eigum þær á bók sem endist von úr viti. Myndir geymdar á diskadrifi eru ekki á öruggum stað og enginn vill glata sínum dýrmætustu minningum,“ segir Egill Ingi.

sbs@mbl.is