— Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Loðnuskipin hafa glímt við ótíð síðustu vikur. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU 111, sagði að haugasjór væri á miðunum á Breiðafirði og slæm spá. Þrátt fyrir kvikuna náðu sumir að kasta og héldu af stað til löndunar.

Loðnuskipin hafa glímt við ótíð síðustu vikur. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU 111, sagði að haugasjór væri á miðunum á Breiðafirði og slæm spá. Þrátt fyrir kvikuna náðu sumir að kasta og héldu af stað til löndunar. Jón Kjartansson var á leið austur á Eskifjörð þar sem landað verður í hrognatöku. Þegar myndin var tekin voru Jón Kjartansson, Börkur og Erika í hnapp að draga nótina. „Það var alveg á mörkunum að það væri hægt að eiga við þetta, en svona er þetta búið að vera lengi. Endalausar suðvestanáttir og lægðirnar koma í röðum eins og þeim sé borgað fyrir það. Við erum í næstsíðasta túr og náum vonandi að klára þetta,“ sagði Grétar. 6