Kári Viðarsson
Kári Viðarsson
Á sunnudag verður öllum íbúum á Rifi boðið á tónleika í Frystiklefanum, nýju leikhúsi þar í bæ, í tengslum við gerð heimildarmyndarinnar 100% mæting eftir leikarann, leikhússtjórann og kvikmyndagerðarmanninn Kára Viðarsson.
Á sunnudag verður öllum íbúum á Rifi boðið á tónleika í Frystiklefanum, nýju leikhúsi þar í bæ, í tengslum við gerð heimildarmyndarinnar 100% mæting eftir leikarann, leikhússtjórann og kvikmyndagerðarmanninn Kára Viðarsson. Kári vinnur að því að fá alla íbúa Rifs, sem eru 165 alls, til þess að mæta á tónleikana, en þeir fá ekki að vita hverjir spila á tónleikunum, enda á samstaða íbúanna að vera hvatning til að mæta á tónleikana en ekki listamennirnir. Tónleikarnir hefjast í Frystiklefanum kl. 17 á sunnudag.