Rósir Justin Bieber er með heiminn í höndum sér í dag. En ei hefur það alltaf verið þannig.
Rósir Justin Bieber er með heiminn í höndum sér í dag. En ei hefur það alltaf verið þannig. — Reuters
Söngstirnið Justin Bieber lifir í vellystingum í Hollywood og á sér milljónir aðdáenda um allan heim. Hann er nátengdur móður sinni, Pattie Mallette, sem hringir í hann daglega og nýtur hann þess að dekra við hana.
Söngstirnið Justin Bieber lifir í vellystingum í Hollywood og á sér milljónir aðdáenda um allan heim. Hann er nátengdur móður sinni, Pattie Mallette, sem hringir í hann daglega og nýtur hann þess að dekra við hana. Líf mæðginanna hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum, eins og kemur fram í væntanlegri ævisögu Mallette sem ber heitið Nowhere But Up: The Story of Justin Bieber's Mom. Móðir Biebers, sem er fædd og uppalin í Kanada, varð ófrísk að syninum 18 ára gömul og hvarf faðir hans fljótlega úr lífi þeirra. Ól hún drenginn upp ein við mjög erfiðar aðstæður, fátæk og illa á sig komin andlega. Mallette varð fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn og á unglingsárunum neytti hún eiturlyfja og reyndi að taka líf sitt, að því er fram kemur í þýska tímaritinu Spiegel. Bieber skrifar sjálfur formála að bókinni sem er væntanleg í bókaverslanir vestanhafs í september.