Hjálp Vestrænar þjóðir hafa víða látið til sín taka á sviði þróunaraðstoðar í Afríku svo sem við vatnsöflun og hefur mjög um það framlag munað.
Hjálp Vestrænar þjóðir hafa víða látið til sín taka á sviði þróunaraðstoðar í Afríku svo sem við vatnsöflun og hefur mjög um það framlag munað. — AP
Helstu blöð heimsins hafa í vikunni fjallað um þau lönd þar sem staða kvenna er best og verst út frá ýmsum mælikvörðum. Er þessi umfjöllun birt í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem var sl. fimmtudag, 8. mars.

Helstu blöð heimsins hafa í vikunni fjallað um þau lönd þar sem staða kvenna er best og verst út frá ýmsum mælikvörðum. Er þessi umfjöllun birt í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem var sl. fimmtudag, 8. mars. Breska blaðið The Guardian tekur þann pól í hæðina að fjalla um stöðu kvenna út frá öryggi við fæðingu. Rætt er um skort á ljósmæðrum í Malaví og segir blaðið að óvíða í heiminum sé meiri áhætta fólgin í því að ala barn en í Malaví. Nauðsynlegt sé að styðja við bakið á konum til að þrýsta á um breytingar.

„Íslendingar hafa sérstaklega unnið að umbótum á þessu sviði í þróunarstarfi í Malaví,“ segir í veftímariti Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og bætt er við: „Eins og flestir vita hefur sveitasjúkrahús í Monkey Bay verið byggt upp fyrir íslenskt þróunarfé síðustu ellefu árin og stöðugt stækkað og endurbætt eftir því sem fjármunir hafa leyft. Þannig var glæsileg fæðingardeild tekin í notkun 2010 sem breytt hefur miklu um öryggi og aðbúnað kvenna fyrir og eftir barnsburð. Önnur minni fæðingardeild var tekin í notkun í fyrra í afskekktri sveit, Chilonga, og hefur á sama hátt gjörbreytt aðstæðum kvenna á því svæði.“