Slitastjórn Landsbankans hefur stefnt endurskoðunarfyrirtækinu PriceWaterhouseCoopers. Í stefnu er PWC gefið að sök að hafa samþykkt ranga efnahagsreikninga og árshlutauppgjör í aðdraganda bankahrunsins.

Slitastjórn Landsbankans hefur stefnt endurskoðunarfyrirtækinu PriceWaterhouseCoopers. Í stefnu er PWC gefið að sök að hafa samþykkt ranga efnahagsreikninga og árshlutauppgjör í aðdraganda bankahrunsins. Veð og tryggingar að baki stórum útlánum hafi verið stórlega ofmetin. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi.

Eru endurskoðendur PWC taldir hafa vitað af bágri stöðu bankans rúmum 9 mánuðum fyrir hrun eða í árslok 2007. Í frétt RÚV segir að slitastjórn Landsbankans geri athugasemdir við framsetningu efnahagsreiknings bankans fyrir 2007 og árshlutareikninga fyrir 2008.