„Við ákváðum að halda enga veislu í þetta sinn en fara í staðinn í helgarferð til New York í vor með börnunum og tengdabörnunum,“ segir Ragnheiður Hafsteinsdóttir handavinnukennari sem er sextug í dag.

„Við ákváðum að halda enga veislu í þetta sinn en fara í staðinn í helgarferð til New York í vor með börnunum og tengdabörnunum,“ segir Ragnheiður Hafsteinsdóttir handavinnukennari sem er sextug í dag. „Við mæðgurnar erum búnar að fara þangað einu sinni og vorum ákveðnar að fara aftur og þá með strákana. Maðurinn minn Birgir Guðmundsson, er þrem árum eldri, við sláum þessu saman í eina afmælisferð. Og þá verður farið út að borða á einhverjum góðum stað á Manhattan, það er nóg af þeim.“

Ragnheiður er frá Villingaholtshreppi í Flóanum en flutti níu ára gömul á Selfoss, þar var eiginmaðurinn lengi mjólkurbússtjóri en er nú kominn á eftirlaun. Þau eiga tvö uppkomin börn. Ragnheiður var lengi kennari á Selfossi, kenndi bæði í grunnskóla og fjölbraut en er hætt að kenna, býr núna í Kópavogi með manni sínum.

En hvernig var afmælisveislan fyrir tíu árum?

„Við áttum stórt hús á Selfossi þegar ég var fimmtug, héldum veisluna þess vegna heima. Ég fékk konu til að gera fyrir okkur ítalskan mat og þetta var mjög gaman.“