Glæsibíll Nýr Mercedes-Benz B-Class fær góða umsögn þeirra sem til þekkja og því ætti bílakynningin hjá Öskju í dag að verða áhugaverð.
Glæsibíll Nýr Mercedes-Benz B-Class fær góða umsögn þeirra sem til þekkja og því ætti bílakynningin hjá Öskju í dag að verða áhugaverð.
Nýr Mercedes-Benz B-Class verður frumsýndur hjá bílaumboðinu Öskju við Krókháls í Reykjavík í dag 10. mars. Ný kynslóð B-Class er mikið breytt bæði hvað varðar hönnun, aksturseiginleika og vélar.

Nýr Mercedes-Benz B-Class verður frumsýndur hjá bílaumboðinu Öskju við Krókháls í Reykjavík í dag 10. mars. Ný kynslóð B-Class er mikið breytt bæði hvað varðar hönnun, aksturseiginleika og vélar. Bílarnir verða boðnir með 1,6 lítra og 2,0 lítra bensínvélum sem skila 122 og 156 hestöflum. Þá er bíllinn einnig í boði með díselvél sem skilar 109 eða 136 hestöflum.

Nýr B-Class eyðir 4,4 til 4,6 lítrum á hundraðið miðað við blandaðan akstur sem er mjög góður árangur. Bíllinn er, að sögn, umhverfisvænn og þar spilar inn í BlueEFFICIENCY, sem er staðalbúnaður í nýjum B-Class.

Margskonar aukabúnaður

Mercedes-Benz hefur nýtt þennan búnað sinn til að auka sparneytni bíla sinna og minnka útblástur skaðlegra lofttegunda frá þeim. B-Class er vel búinn staðalbúnaði og auk þess er í boði margs konar aukabúnaður. Frumsýningin á B-Class verður í sýningarsal Öskju kl. 12-16 í dag og mun gestum m.a. gefast kostur á að reynsluaka bílnum góða.