10. mars 1962 Söngleikurinn My Fair Lady var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu. „Ég hef aldrei séð á íslensku leiksviði jafn glæsilega og skemmtilega leiksýningu,“ sagði leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins. 10.

10. mars 1962

Söngleikurinn My Fair Lady var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu. „Ég hef aldrei séð á íslensku leiksviði jafn glæsilega og skemmtilega leiksýningu,“ sagði leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins.

10. mars 1967

Þrjú timburhús á horni Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík brunnu til grunna og hús Iðnaðarbankans skemmdist mikið. „Mesti bruni síðustu ára,“ sagði í fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins. „Tugmilljóna tjón, ómetanleg verðmæti eyðilögðust.“

10. mars 2001

Þórey Edda Elísdóttir, 23 ára, setti Íslandsmet og Norðurlandamet í stangarstökki innanhúss á móti í Arkansas í Bandaríkjunum og varð háskólameistari. Hún stökk 4,51 metra og bætti tveggja ára met Völu Flosadóttur.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.