Kofi Annan
Kofi Annan
Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa brugðist illa við þeirri hvatningu Kofis Annans, sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna, og Arababandalagsins, að deiluaðilar í landinu leggi niður vopn sín og snúi sér að samningaborðinu. Annan er væntanlegur til landins í dag.

Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa brugðist illa við þeirri hvatningu Kofis Annans, sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna, og Arababandalagsins, að deiluaðilar í landinu leggi niður vopn sín og snúi sér að samningaborðinu. Annan er væntanlegur til landins í dag.

Segja uppreisnarmenn að sýrlensk stjórnvöld hafi gert út um möguleikann á samningaviðræðum með blóði drifinni kúgun sem staðið hefur yfir í heilt ár.

„Við höfnum öllum viðræðum á meðan skriðdrekar varpa sprengjum á borgir okkar, leyniskyttur skjóta börn og konur og stjórnin hefur einangrað mörg svæði frá heiminum sem eru án rafmagns, samskipta eða vatns,“ hefur Reuters -fréttastofan eftir uppreisnarmanni í borginni Homs.

Valerie Amos, yfirmaður mannúðarmála hjá SÞ, var í Sýrlandi í vikunni og heimsótti meðal annars borgina Homs þar sem ofbeldið hefur verið hvað verst. Uppreisnarmenn segja heimsókn hennar gagnslausa. Ofbeldið hafi staðið yfir í ár og hún sé nú að koma í sína fyrstu heimsókn til Sýrlands frá því það hófst. kjartan@mbl.is