Í pallborði Fjöldi gesta fylgdist með spjalli Bjarkar Guðmundsdóttur og Ragnars Kjartanssonar á Armory Show. Talið barst meðal annars að leyndum sögum í náttúrunni og flóttaleiðum frá áhyggjum hversdagsins.
Í pallborði Fjöldi gesta fylgdist með spjalli Bjarkar Guðmundsdóttur og Ragnars Kjartanssonar á Armory Show. Talið barst meðal annars að leyndum sögum í náttúrunni og flóttaleiðum frá áhyggjum hversdagsins. — Ljósmynd/Ingibjörg Sigurjónsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjölmenni fylgdist með samræðum Ragnars Kjartanssonar og Bjarkar Guðmundsdóttur á hinni viðamiklu myndlistarkaupstefnu Armory Show í sýningarsölunum á „Bryggjum 92 og 94“ á Manhattan í New York, en þar er kastljósinu beint sérstaklega að...

Fjölmenni fylgdist með samræðum Ragnars Kjartanssonar og Bjarkar Guðmundsdóttur á hinni viðamiklu myndlistarkaupstefnu Armory Show í sýningarsölunum á „Bryggjum 92 og 94“ á Manhattan í New York, en þar er kastljósinu beint sérstaklega að myndlist Norðurlanda. Ræddu þau meðal annars gildi endurtekningar, þroska sjálfsmyndarinnar í óperusöng og sameiginlegan vin sem kenndi þeim ungum að skilja á milli listar og egósins.

Boðið er upp á hátt á þriðja hundrað sýninga, fyrirlestra og uppákoma af ýmsu tagi þá fjóra daga sem kaupstefnan stendur og flykkjast áhugamenn um myndlist alls staðar að úr heiminum til að kynna sér helstur stefnur og strauma í listinni, auk þess sem marga gersemina má sjá í sýningarbásum galleríanna.

Meðal verkefna sem kynnt eru á Armory Show er „(I)ndependent People“, hið viðamikla norræna samstarfsverkefni sem sýningarstjórinn Jonatan Habib Engqvist heldur utan um og verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í vor. Yfir 100 manns koma að verkefninu, listamenn, stofnanir og hópar, og verða verkin sýnd víða um Reykjavík.

Verk allmargra íslenskra listamanna má sjá á kaupstefnunni að þessu sinni.