Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, segir þægilegt að vera á þingi „ef maður er þægur“. En veður séu fljót að skipast í lofti, sé flokksaga ekki hlítt.

Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, segir þægilegt að vera á þingi „ef maður er þægur“. En veður séu fljót að skipast í lofti, sé flokksaga ekki hlítt. Þetta kemur fram í viðtali við Lilju í Sunnudagsmogganum í dag, en þar segist hún hafa orðið fyrir alvarlegum rógburði sem hafi litað samskipti fólks við sig. Lilja segir raunhæft að skoða kostina við að taka upp sænsku krónuna. Hún segir nýja samvinnuhreyfingu valkost, eins og staðan sé í samfélaginu í dag, og hafnar því að hugmyndir hennar um skuldaniðurfærslu beri keim af peningaprentun.

Lilja segir að það hafi verið mikið áfall þegar annar varaformanna flokksins sagði sig úr honum nýlega.

annalilja@mbl.is