Runólfur Ólafsson
Runólfur Ólafsson
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að taka verði tillit til kaupmáttar þegar eldsneytisverð í hinum ýmsu löndum er borið saman.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að taka verði tillit til kaupmáttar þegar eldsneytisverð í hinum ýmsu löndum er borið saman. Hann sagði að FÍB hefði ekki gert vísindalegan samanburð á þessu en rætt við fólk sem hefði reynslu af að búa hér og í nágrannalöndunum.

Hann nefndi sem dæmi smið sem vann hér og í Noregi til skiptis. Þótt bensínið væri dýrara í Noregi hver lítri þá fékk smiðurinn 40% meira af bensíni fyrir hverja vinnustund í Noregi en hér. Það var miðað við kaupið sem hann hélt eftir skatt.