Karlakór Brugðið er á leik í verkinu.
Karlakór Brugðið er á leik í verkinu.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps mun í dag, laugardag 10. mars, flytja söng- og leikverkefnið „Ég hef lifað mér til gamans,“ kl. 14 í Langholtskirkju og Félagsheimilinu á Flúðum kl. 20.30 í kvöld.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps mun í dag, laugardag 10. mars, flytja söng- og leikverkefnið „Ég hef lifað mér til gamans,“ kl. 14 í Langholtskirkju og Félagsheimilinu á Flúðum kl. 20.30 í kvöld. Dagskráin byggist á lífshlaupi Björns Pálssonar, stórbónda og alþingismanns á Ytri-Löngumýri. En Björn var litríkur persónuleiki og þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Textahöfundur er Jóhanna Halldórsdóttir, Brandsstöðum í Blöndudal. Með í för með kórnum verður hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar.