Hæfileikar Hilmar Björnsson og Gylfi Þór Þorsteinsson.
Hæfileikar Hilmar Björnsson og Gylfi Þór Þorsteinsson. — Morgunblaðið/Golli
Yfir 500 myndbönd hafa verið send á vef mbl.is síðustu daga í Hæfileikakeppni Íslands og því óhætt að segja að hún fari vel af stað. Þau fjögur atriði sem fá flesta til að nota „líkar við“ hnappinn á Facebook, komast í úrslitaþátt...

Yfir 500 myndbönd hafa verið send á vef mbl.is síðustu daga í Hæfileikakeppni Íslands og því óhætt að segja að hún fari vel af stað. Þau fjögur atriði sem fá flesta til að nota „líkar við“ hnappinn á Facebook, komast í úrslitaþátt keppninnar.

Gylfi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri mbl.is, er afar ánægður með viðtökurnar en 60.000 manns hafa smellt á „líkar við“ takkann þegar fréttin er skrifuð. „Þessi leið virðist virka vel, að láta keppni hefjast á netinu og fara síðan í sjónvarp. Ég veit ekki til þess að það hafi verið reynt áður,“ segir Gylfi Þór.

Hilmar Björnsson, dagskrárstjóri Skjás eins, segist himinlifandi yfir viðtökunum. „Það er meira en að segja það að fá mörg hundruð manns til æfa atriði, taka það upp og hlaða því inn á mbl.is en ég held að allir sjái að verkefnið er spennandi, bæði nethluti þess og ekki síður sjónvarpshlutinn.“ Frestur til að senda inn myndband rennur út 14. mars.