Biskup Sr. Karl flytur predikun.
Biskup Sr. Karl flytur predikun.
Kjörgögn vegna biskupskjörs verða borin út til kjörmanna eftir helgi, en þeir eru á sjötta hundrað. Kjörstjórn hefur ákveðið að kjörfundur standi til 19. mars, sem er síðasti dagur til að póstleggja atkvæði. Stefnt er að talningu atkvæða föstudaginn 23.

Kjörgögn vegna biskupskjörs verða borin út til kjörmanna eftir helgi, en þeir eru á sjötta hundrað. Kjörstjórn hefur ákveðið að kjörfundur standi til 19. mars, sem er síðasti dagur til að póstleggja atkvæði. Stefnt er að talningu atkvæða föstudaginn 23. mars.

Átta hafa gefið kost á sér til embættis biskups Íslands. Hljóti enginn meirihluta atkvæða verður önnur umferð þar sem valið er milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Verða þá kjörseðlar sendir að nýju til kjörmanna.

Kynningarsíða um biskupskjör hefur verið opnuð á kirkjan.is. Þar má finna upplýsingar um frambjóðendur, helstu fréttir og myndir sem tengjast kjörinu, mikilvægar dagsetningar og starfsreglur um kjörið. Þar má einnig finna hljóðskrá og upptökur af kynningarfundi með biskupsefnum sem haldinn var 2. mars í Háteigskirkju.