Hagstætt útspil. Norður &spade;Á5 &heart;107 ⋄Á863 &klubs;KG1052 Vestur Austur &spade;DG107 &spade;96432 &heart;ÁD976 &heart;K842 ⋄9 ⋄K4 &klubs;763 &klubs;98 Suður &spade;K8 &heart;G3 ⋄DG10752 &klubs;ÁD4 Suður spilar 5⋄.

Hagstætt útspil.

Norður
Á5
107
Á863
KG1052
Vestur Austur
DG107 96432
ÁD976 K842
9 K4
763 98
Suður
K8
G3
DG10752
ÁD4

Suður spilar 5.

Staðan er kunn og margrannsökuð: Sagnhafi á tíu spila tromplit þar sem vantar í kónginn og tvö peð. Svíning er 50%, en líkur á stökum kóng að ásabaki eru aðeins 13%. Íferðin ætti að blasa við.

Þótt vestur hafi meldað hjarta og fengið litinn studdan, líst honum illa á að spila út frá ÁD og kemur út með D. Þar með fær sagnhafi tækifæri til að „fara gegn líkunum“ í trompinu – taka á ásinn og reyna svo að henda hjarta niður í lauf. Er vit í því?

Svíningin er betri kostur, en það er mannlegt að nýta sér hagstætt útspil. Og þá er rétt að taka smá sálfræði inn í dæmið: Drepa á K, leggja niður Á, spila laufi á ás og laufi til baka á KÓNG. Svo gosanum úr borði, eins og trompsvíning fyrir D sé aðsigi...